bláa.bloggið
{þriðjudagur, apríl 06, 2004 . }
sagði ég klukkan 13:53

.

{mánudagur, apríl 05, 2004 . }

Veiveivei ég er búin að fá rúmið og mun sofa á því í nótt. Á reyndar eftir að setja það saman en það er ekki mikið mál. Já svo er það þjóðhagfræði á morgun...held það verði ekki mikið farið í það próf. En ég held ég fari að drífa mig heim. Vona að adslið komi sem fyrst heim...

sagði ég klukkan 23:27

.

{sunnudagur, apríl 04, 2004 . }

Þetta er búið að vera þvílíkt þreyttur dagur. Svaf á harðasta svefnsófa sem til er í svefnpoka...ætlaði aldrei að geta sofnað og svo loksins þegar ég festi einhvern svefn þá var ég vakin....ehemm...og vaknaði svo almennilega hálf tíu því þá þurfti ég að klára að pakka og raða inn í trukkinn, flutti svo eftir hádegið og er búin að vera að standa í því í allan dag. Væri alveg til í að vera búin að fá rúmið mitt og sofa í tvo daga...

sagði ég klukkan 20:06


Apparantly þá er það í tísku að vekja mig klukkan hálf sjö-sjö á morgnana. Ef það er ekki kisan mín þá eru það aðrir og voru meirasegja tveir aðilar sem hringdu á sama tíma klukkan hálf sjö í morgun eftir að vera komin heim af djamminu. Síðustu helgi var ég vakin klukkan þrjú um nóttina og klukkan sjö um morguninn. Held ég muni setja símann á silent næstu helgi og taka heimasímann úr sambandi. Þó ég sé ekki búin að sofa nema í rétt tæpa fjóra tíma þá er ég að spá í að fara á fætur og pakka. Tók mig nógu langan tíma að sofna á þessum harða bedda sem ég svaf á í nótt og mun sofa á næstu nótt. Vá hvað ég hlakka til á mánudaginn...en þá fæ ég nýja rúmið mitt sem ég er búin að kaupa....queen size amerískt health care rúm...mmmmmm....

sagði ég klukkan 18:26

.

{laugardagur, apríl 03, 2004 . }

Eitthvað á þessi þjóhagfræði eftir að vera skrautleg. Prófið er á þriðjudag og ég er ekki enn byrjuð að læra. Kannski ég bara mæti í prófið, skrifi nafnið og skili...svo maður fái endurtektarrétt. En ég er búin að vera ágætlega dugleg að pakka í dag. Mútta kemur svo á morgun að hjálpa mér með restina. Ætla svo að reyna að vera komin á nýja staðinn á sunnudag. Ekki nóg með þetta heldur eru líka 2 fermingar á sunnudag...verð eiginlega allavega að fara í aðra þó svo ég er ekki að nenna því. Anyways back to packing.

sagði ég klukkan 00:04

.

{fimmtudagur, apríl 01, 2004 . }

Ég er búin að afreka mikið í dag þó svo þessi afrek tengist ekki lærdómi. En það sem hefur gerst í dag er að ég er lagalega flutt þó svo dótið mitt sé ekki flutt. Ég er sem sagt búin að skrifa undir leigusamning, hann kominn í þinglýsingu, búið að aflýsa gamla samningnum, búin að breyta um lögheimili og búin að breyta póstfanginu hjá póstinum. Þá er það bara eftir að flytja dótið en Viktoría ætlar að vera svo góð að hjálpa mér að byrja að pakka í kvöld og ég ætla að reyna að vera komin út eftir helgi. Ég held ég fari bara að skilja alltaf allt dótið mitt eftir í kössunum, það tekur því ekki að taka þetta uppúr. Nýji staðurinn sem ég er að fara að flytja á er 12 húsnæðið sem ég bý í sem þýðir að ég hef flutt innan annars hvers árs frá því ég fæddist að meðaltali...en ég hef aldrei búið á sama stað í meira en 3 1/2 ár...

sagði ég klukkan 15:05

.

{miðvikudagur, mars 31, 2004 . }

Já maður er sko ekki lengi að redda sér. Frétti á hádegi að það eigi að selja íbúðina undan mér og fyrir kvöldmat er ég komin með aðra íbúð. Sem sagt ég er að fara að flytja yfir prófin, ætla að reyna að klára það um helgina. Held ég muni aldrei flytja í rólegheitum...alltaf í þvílíku flýti. En allavega þá er ég komin með íbúð á leigu sem er í 101 Rvk...hehe get aftur farið að labba af djamminu. En þessi íbúð er alveg þvílíkt hrá og frekar ljót þar sem þetta er fyrrum iðnaðarhúsnæði en það sem vegur upp á móti er það að ég er að leigja á sama verði og núna, þetta er 70fm íbúð, í miðbænum en samt ekki á hávaðasvæði, sér inngangur, engin íbúð fyrir ofan né neðan þar sem leiguaðilinn er með verkstæði fyrir neðan....og já þá er það komið...ég er bara sátt held ég.

sagði ég klukkan 22:59


Ég þarf aðeins að fá að tjá mig þar sem ég er gjörsamlega í brjáluðu skapi. Ég er að leigja hjá forríkri frænku minni sem er búin að eiga húsið sem ég er í í mörg ár. Þar sem það er farið að þarfnast viðhalds sem hún tímir ekki að borga (þurfti að laga sturtuna hjá mér fyrir 20.000 kr sem hún sagði áður en ég flutti inn að þyrfti að gera en það er ekki enn búið að gera og núna vill hún ekki láta laga því hún tímir því ekki) og núna allt í einu tæpri viku fyrir prófin hjá mér tilkynnir hún mér að hún sé að fara að selja húsið og að fasteignasali þurfi að skoða það. Þegar ég flutti inn þá var hún að leita að langtímaleigjanda sem ég vildi vera því ég vil vera hérna í nokkur ár en ég er ekki búin að vera hérna nema í um tæpt 1/2 ár sem ég get nú ekki alveg sagt að sé langur tími. Þannig annað hvort þarf ég að fara að flytja inn til mömmu eða þá að leita mér að öðru húsnæði sem leyfir ketti...hoppandi brjál....

sagði ég klukkan 12:57

.

{þriðjudagur, mars 30, 2004 . }

Big spender eru einkunnarorð dagsins. Ég og Viktoría byrjuðum á að fara í perluna á útsöludagana þar og þar fóru nokkrir þúsundkallar. Svo fórum við í Garðabæinn og fórum með mömmu á rýmingarsölu sem var með snyrtivörur, skó og sokkabuxur og létum sko aldeilis greipar sópa þar...úff mikið eytt, vísa korts veikin alveg að segja til sín. Svo eyddi ég kvöldinu í það að gera ritgerð fyrir mömmu. Það er soldið fyndið að yfirleitt eru það foreldrarnir sem hjálpa börnunum með heimlærdóminn en hjá minni fjölskyldu er það öfugt. Anyways ég er farin að horfa á einhverja dvd mynd.

sagði ég klukkan 22:50


Þá er maður búinn að skrá sig í námskið næsta hausts. Námskeiðin sem ég tek eru: Stjórnun I, Gerð og greining ársreikninga, Hagnýt tölfræði I, Fjármálamarkaðir og Viðskiptaenska I. En svo stefni ég á að taka tvö fög í sumar, Almenna tölvufræði og Alþjóðaviðskipti til þess að reyna að flýta fyrir mér svo ég nái nú einhverntíman að útskrifast...ég ætla mér sko að taka viðskiptafræði með tölvunarfræðivali og diploma í viðskiptaensku...soldið flókið en þetta eru 120 einingar í stað 90 og ég ætla að reyna að taka þetta á 3 1/2 ári í stað 4 og þarf því að taka fög á sumrin. Þetta er allavega planið núna en mar sér svo til hvort það verði það sama eftir ár.

sagði ég klukkan 15:55

.

Könnun ::

Vísó í Sjóvá og kosningapartý ::
Vísó í Sjóvá og kosningapartý (myndir frá Ingunni) ::
Árshátíð Visku 2004 - 3 ::
Árshátíð Visku 2004 - 2 ::
Árshátíð Visku 2004 - 1 ::
Verzlómyndir - af Erluvef ::
Vísó-Iceland Express ::
Kisumyndir ::